Svæði: Speyside
Framleiðsla: 3.5 milljónir lítra árlega
Eigandi: J&G Grant
Stofnað: 1836
Framburður: GlenFarklas (áhersla á -farklas)
Glenfarclas er mjög elegant, sígilt Speyside viskí með mjög gott orðspor.
Megnið er framleitt í sérrítunnum og koma frá þeim nokkuð margir einmöltungar. 10 ára, 12, 15, 17, 21, 25, 30 og 40 auk 105 sem er ungt og átappað sem 60% alkóhól. Auk þess koma frá þeim allmargir árgangar allt frá 6. áratug síðustu aldar.
Einkenni Glenfarclas er sérríkeimurinn, mikil fylling, mikill ávöxtur og karamella. Sígilt.