Svæði: Austur hálönd
Framleiðsla: 1.3 milljónir lítra árlega
Eigandi: Angus Dundee Distillers
Stofnað: 1825
Framburður: GlenKadam (áhersla á -kadam)
Glencadam er á austurströndinni, ekki langt frá Dundee og er oft litið framhjá henni, lítt þekkt en frá henni koma margir einmöltungar. Unglingur, 10 ára, 14, 15, 18, 19 og 21s árs. Vanmetin verksmiðja sem vert er að prófa. Standardinn er 10 ára, mikil vanilla, hnetur, milliþungt með þægilega, rjómakennda áferð.