Svæði: Norður hálönd
Framleiðsla: 2.2 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1897
Framburður: Dalwinní (áhersla á winní)
Dalwhinnie er sú viskíverksmiðja í Skotlandi sem situr hæst allra yfir sjávarmáli og þar af leiðandi í mestum kulda. Viskíið þroskast því ögn hægar heldur en önnur sem útskýrir að kjarnaframleiðslan er 15 ára. Í léttari kantinum, með keim af vanillu, fjallajurtum og örlar á sætu sem minnir á hunang. Ekki flóknasta viskí í heimi, en stendur fyrir sínu.