Svæði: Speyside
Framleiðsla: 5.2 milljónir lítra árlega
Eigandi. Diageo
Stofnað: 1852
Framburður: Dal Júin
Um 98% af framleiðslu Dailuaine fer í blöndur á borð við Johnnie Walker, eins og svo mörg viskí í eigu Diageo. Eini einmöltungurinn sem er fáanlegur beint frá framleiðanda er 16 ára sérríbomba.
Dailuanie hefur mikil serríáhrif rétt eins og nágrannar sem og Macallan eða Glenfarclas.
Þar sem eftirspurn eftir blönduðum viskíum eins og Johnnie Walker er í sögulegu hámarki getur verið erfitt að nálgast Dailuaine en ef aðdáendur viskís úr sérrítunnum hnjóta um eina er um að gera að taka upp veskið meðan það fæst enn á skikkanlegu verði.
Mikill sérríkeimur, sætt, hnetur, þykk áferð og olíukennd með örlitlum móreykjarkeim, örlitlum.