Svæði: Speyside
Framleiðsla: 3.4 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1824
Framburður: Kar du
Cardhu er fyrsta verksmiðjan sem John Walker & Sons eignaðist, árið 1893 og hefur því sérstakan sess í sögu þess fyrirtækis og nú Diageo, sem á Johnnie Walker vörumerkið. Mikið er lagt í útlit verksmiðjunnar sjálfrar og þar fara fram allskonar viðburðir á vegum Diageo og auk þess er tekið vel á móti ferðamönnum og boðið upp á skoðunarferðir.
Lunginn af framleiðslunni fer í Johnnie Walker en þrátt fyrir það er Cardhu einn söluhæsti einmöltungur veraldar.
Kjarninn er 12 ára, meðalfylling, mjög aðgengilegt, nokkuð sætt.