Svæði: Islay
Framleiðsla: 1.5 milljónir lítra árlega
Eigandi: Remy Contreau
Stofnað: 1881
Framburður: Brukk Laddí
Bruichladdich er mjög framsækin verksmiðja nú til dags, eftir að hún var keypt og enduropnuð árið 2001 af Murray McDavid og eru menn þar á bæ óhræddir við að ögra markaðnum og prófa nýja hluti. (Remy keypti verksmiðjuna nýverið).
Þar eru framleidd viskí undir þremur nöfnum, Bruichladdich sem er óreykt, Port Charlotte sem er töluvert mikið reykt og síðast en ekki síst, Octomore sem er reyktasta viskí sögunnar. Þar er einnig framleitt gin, The Botanist.