Svæði: Islay
Framleiðsla: 2 milljónir lítra
Eigandi: Morrison Bowmore (Suntory)
Stofnað: 1779
Framburður: Bómor (áhersla á ‘mor’)
Bowmore er einn þekktasti framleiðandi Skotlands og elsta verksmiðjan á Islay. Bowmore framleiðir margar mismunandi tegundir fyrir mismunandi markaði og fríhafnir og er minna reykt heldur en bomburnar frá nágrönnum þeirra hjá Ardbeg, Laphroaig og Caol Ila.
Kjarninn er 12 ára. Millireykt með ferskan sítrónukeim, kakó, og saltblæ.
Auk þess eru þar 15 ára sem er mjög þungt með mikil sérríáhrif og sömu sögu má segja um 18 ára. Á döfinni er þó að breyta framboðinu.