Svæði: Láglönd
Framleiðsla: 1.5 milljónir lítra
Eigandi: David Prior
Stofnað: 1817
Framburður: Bladnokk
Tilvera Bladnoch hefur ekki alltaf verið dans á rósum og hefur henni verið lokað reglulega gegnum árin og þar hafa verið tíð eigendaskipti. Verksmiðjan var nýlega keypt af áströlskum auðkýfingi og eru fyrstu flöskur rétt farnar að líta dagsins ljós. Bladnoch framleiddi mjög létt og blómlegt viskí og kemur til með að gera það áfram, dæmigert láglandaviskí.