Svæði: Speyside
Framleiðsla: 3.5 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1826
Framburður: Ben Rinnes
Eins og með margar aðrar verksmiðjur þá fer megnið af Benrinnes í blönduð viskí, aðallega Johnnie Walker, J&B og Crawfords. Eini einmöltungurinn sem er fáanlegur er 15 ára Flora&Fauna sem hefur mjög rík sérríáhrif. Mikil fylling, leður, súkkulaði, krydd og mjög milt reykbragð.