Svæði: Speyside
Framleiðsla: 2.8 milljónir ltr
Eigandi: BenRiach Dist.Co. (Brown Forman)
Stofnað: 1897
Framburður: Ben Ríakk
Benriach er mjög framsækin verksmiðja hvað varðar viskíin sem frá þeim koma og er ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt. Frá Benriach kemur klassískt Speyside viskí, en síðan viskí úr allskonar tunnum hvaðanæva að og auk þess kemur þaðan mikið reykt viskí, í anda Islay.
Kjarninn er 10 ára Benriach. Sígilt Speyside viskí, vanilla, hnetur, framandi ávextir, epli. Auk þess eru 16 ára og 20 plús útgáfur úr rommtunnum, sérrítunnum, rauð- og hvítvínstunnum o.fl. auk reyktu útgáfanna, 10 ára, 17 ára og 25 ára Authenticus.