Svæði: Norður hálönd
Framleiðsla: 1.8 milljónir lítra
Eigandi: InverHouse Distillers
Stofnað: 1790
Framburður: Balbler (áhersla á seinna ‘b’)
Balblair var alltaf frekar lítt þekkt, en stabíl verksmiðja, allt frá stofnun hennar árið 1790, sem gerir hana eina af elstu viskíverksmiðjum Skotlands. Eftir að InverHouse eignaðis hana árið 1996, hafa orðið miklar framfarir hjá Balblair og salan aukist mikið. Hætt var með aldur á miðunum og því skipt út fyrir ártöl og er Balblair eina verksmiðjan sem gerir það eingöngu, ásamt GlenRothes.
Kjarninn þegar þetta er skrifað er Balblair 2005, en það breytist ár frá ári. Létt með mikinn sítruskeim, toffí, hunangssæta og ananas.
Einnig eru þar árgangar eins og 1999, 1990, 1983 en eins og gefur að skilja vegna þess að þarna eru tiltekin ártöl en ekki aldur, þá er þetta breytingum háð, og ekki er til endalaust magn af hverjum árgangi. Gömul Balblair viskí (1983 og 1975 t.d.) eru með bestu viskíum sem síðuritari hefur smakkað.