Svæði: Láglönd, nálægt Glasgow
Framleiðsla: 2 000 000 lítra árlega
Eigandi: Morrison Bowmore (Suntory)
Stofnað: 1823
Framburður: Okkentosjan
Auchentoshan er ein fárra láglandaverksmiðja sem eftir standa og sú eina sem eingöngu þríeimar í stíl gömlu láglandaframleiðendanna.
Kjarninn er American Oak, sem er eins og nafnið gefur til kynna, eingöngu úr gömlum búrbontunnum. Afar létt, blómlegt, grösugt, mikil vanilla og ávöxtur.
Auk þess eru þar 12 ára, 18 ára og svo ThreeWood sem er úr þrennskonar tunnum, tveimur sérrí og einni búrbon og er mjög þungt og mikið, með gríðarmikinn kryddkeim. Þar að auki fást önnur afbrigði í fríhöfnum.