Svæði: Speyside
Framleiðsla: 11.000 000 lítrar árlega
Eigandi: Edrington Group
Stofnað: 1824
Framburður: Ma’Kallun (Áhersla á K)
Macallan er einn risanna í skoskri viskíframleiðslu, er í þriðja sæti yfir selda einmöltunga á heimsvísu er þetta er skrifað, og notast nánast eingöngu við sérrítunnur. Stækkun upp í 15 milljónir lítra er í gangi. Gríðarlega umfangsmikil framleiðsla og allskonar útgáfur fyrir ýmsa markaði.
Kjarnaframleiðslan er annars Gold, Amber og Sienna, allar úr sérrítunnum. Gold er yngst, þá Amber og svo Sienna. Helstu einkenni eru krydd (negull) og sætleiki úr sérrítunnunum, og hnetur. Eftir því sem viskíið er eldra kemur meiri viður, appelsínukeimur, engifer. Mjög aðgengilegt og “elegant”.