Viskíverksmiðjur: Wolfburn

Svæði: Thurso, norður hálönd
Framleiðsla:
135.000 lítrar
Eigandi:
Aurora Brewing Ltd.
Stofnað:
2013
Framburður:
Wúlfbörn

Eins og við höfum oft komið að hér á ‘Horninu þá eru mörg ný viskíból að hefja starfsemi í Skotlandi og víðar.

Ein þeirra er Wolfburn sem tók fram úr Old Pulteney sem nyrsta verksmiðja hálandanna. Wolfburn er staðsett á sama stað og önnur samnefnd verksmiðja var á 19. öld.

Maðurinn í brúnni er Shane Fraser sem áður hefur starfað hjá Lochnagar og Oban en síðustu 7 árin áður en hann tók við Wolfburn, var hann verksmiðjustjóri hjá Glenfarclas svo einhver er reynslan þar á bænum.
Nú þegar eru komnir út mjög ungir einmöltungar sem lofa góðu um framhaldið. Þær eru Aurora sem er úr bæði búrbon- og sérrítunnum, létt, dálítið sætt með mikinn ávöxt og mjög vel þroskað þrátt fyrir ungan aldur.
Hin er Northland úr búrbontunnum, ögn smærri en vanalega sem hraðar á þroskuninni og með örlítinn móreykjarkeim.

Góð byrjun!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.