Viskíverksmiðjur: Kilchoman

Svæði: Islay
Framleiðsla: 200.000 lítrar árlega
Eigandi: Kilchoman Distillery Co
Stofnað: 2005
Framburður: Kil´Khóman (áhersla á seinna K-ið)

Kilchoman er nýleg verksmiðja á Islay en hún opnaði árið 2005 og því ekki til nein gömul viskí þaðan. Fyrsta 10 ára er væntanlegt 2017. Agnarsmár framleiðandi á afskekktu sveitabýli vestan til á Islay. Ótrúlega vel þroskað miðað við ungan aldur. Eru að gera alveg frábæra hluti.

Kjarninn er Machir Bay, sem í dag er ca. 7 ára. Mikið reykt, aska, söltugt og kryddað og eins og er oft með ung viskí þá er þarna keimur af grænum eplum. Langt, kryddað eftirbragð. Mestmegnis úr búrbontunnu.

Auk þess er Sanaig sem er 30% búrbontunna og 70% sérrítunna og er óhemju vel heppnað.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.