Viskíverksmiðjur: Glendronach

Svæði: Hálönd
Framleiðsla: 1.4 milljónir lítra árlega
Eigandi: BenRiach Distillery Co. (Brown Forman)
Stofnað: 1826
Framburður: GlenDronach (Áhersla á D)

Glendronach er norðarlega í hálöndunum, vestan við Speyhérað og notast nánast eingöngu við sérrítunnur og viskíið því þungt og mikið, dökkt að lit (engin litarefni notuð) með mikinn keim af dökkum ávöxtum og rúsínum.

Kjarninn er 12 ára úr bæði Pedro Ximenez og Oloroso sérrítunnum. Bragðmikið, ávöxtur, rúsínur, krydd og hnetur. Súkkulaðikeimur fylgir eftir. Auk þess er 18 ára sem er svipað, bara meiri viður, meira af öllu! Auk þess er nú nýtt í kjarna, Peated, sem er ungt og léttreykt. Aðrar útgáfur í takmörkuðu upplagi.

Brown Forman (eigandi Jack Daniels) keypti BenRiach (sem á svo Glendronach) nýverið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.