Svæði: Islay
Framleiðsla: 6.5 milljónir lítra árlega
Eigandi: Diageo
Stofnað: 1846
Framburður: KalÍla (áhersla á Í)
Stærsti framleiðandinn á Islay, en ekki sá þekktasti. Mest af framleiðslunni fer í blöndur, t.a.m. Johnnie Walker.
Kjarnavaran er 12 ára. Töluvert mikið reykt, minna en t.d. Ardbeg og meira en t.d. Bowmore. Saltkeimur, reykur, beikon, sítrus og nokkuð blómlegt með kryddaðan endi. Einnig 18 ára, sem er mun minna reykt, en þeim mun ávaxtakenndara. Caol Ila á það til að tapa reyknum niður töluvert hratt með þroskun.
Caol Ila Moch er síðan léttreykt og ungt.