Svæði: Islay
Framleiðsla: 1.3 milljónir lítra árlega
Eigandi: GlenMorangie (Moet Hennessy)
Stofnað: 1815
Framburður: Ardbeg
Ardbeg býður upp á eitt mest reykta kjarnaviskí veraldar. Til eru meira reykt, en í takmörkuðu upplagi.
Kjarninn er 10 ára reykbomba. Afar vel samsett með miklu móreykjarbragði, grill, beikon og alveg ótrúlega vel sett saman. Í bakgrunni er vel hægt að greina ferskan sítrusávöxt og/eða perur.
Aðrar eru Uigeadail sem er 7-10 ára að hluta úr sérrítunnu, sem felur reykinn örlítið en er sætara og Corryvreckan sem er úr amerískri og franskri, nýrri eik.